Opnunartími: 10-17 | Sími: 551 5995 | Netfang: celsus@celsus.is

Natural Calcium Þörungakalk

4.150 kr.

Lífrænt þörungakalk + fjölmörg lífræn steinefni.

Kalk er mikilvægt fyrir hjarta, taugaboð og vöðva.

Skortur á kalki getur valdið depurð, kvíða, þreytu og einbeitingarskorti.

Kalk bindur allt að 6 kílóum af fitu á ári í þörmunum, því er regluleg inntaka góður stuðningur gegn offitu. 

Styrkir tennur, tannhold og bein, neglur og hár.

Kalk eykur raka og mýkt húðarinn því skortur á kalki veldur húðöldrun og húðþurrk.   

Gefur værð og ró og bætir svefn mikið 

120 hylki, 300mg hvert hylki, veldur ekki hægðatregðu.

 6-12 vikna skammtur, vegan, lífrænt vottað.


Lýsing

Þörungakalk, lífrænt 120 hylki

Natural Calcium, Haf-þörungakalk inniheldur  einnig steinefni, magnesíum, króm, selen, sink, joð, kopar og boron. Hvert hylki inniheldur 330mg af lífrænu auðmeltanlegu þörungakalki.

Rannsóknir sýna betri og meiri upptöku í bein af Haf-þörungakalki en af öðru kalki.

Kalk ásamt öðrum steinefnum er mikilvægt fyrir hjarta, taugaboð og vöðva. Skortur á kalki getur lýst sér í einbeitingarskorti, svefnörðugleikum, depurð, kvíða og þreytu. Við inntöku á kalki finna margir betri líðan því kalk er róandi fyrir taugarnar og stuðlar að værð og góðum svefni, eins lagar kalk ásamt magnesíum sinadrætti í vöðvum sem hrjáir marga.

Tannhold og mjúk húð.

Kalk er nauðsynlegt fyrir tennur, bein og húð. Þurr, mött húð og tannholdsrýrnun er oft einkenni um kalkskort, inntaka gerir húðina mýkri og fallegri og styrkir tannhold.

Mikil kaffidrykkja, kolsýrðir drykkir, reykingar og hreyfingarleysi gengur á kalkforða líkamans, því er inntaka á góðu kalki mikilvæg.

Þeir sem þurfa mest kalk eru börn, unglingar og konur og karlmenn eftir 35 ára aldur og við meðgöngu. Læknar benda á að beinþynning er hljóðlátur og dulin sjúkdómur. Góðu fréttirnar eru að rannsóknir sýna að það er hægt að auka beinþéttni eftir 35 ár aldur með góðum kalkgjafa. 

Beinheilsa og upptaka

Til að sjá til þess að við viðhöldum góðri beinheilsu þá er lykilatriði að líkaminn frásogi það kalk sem við innbyrðum. Lifestream Natural Calcium  er auðfrásoganlegt vegna einstakrar uppbyggingar þess. Lifestream lífrænt kalk inniheldur einnig náttúrulega blöndu stein- og snefilefna sem eru nauðsynleg s.s. sink, magnesíum, selen, bóron, joð og fosfór. Inniheldur hvorki dýraafurðir né aukaafurðir.

Þægilegt til inntöku í hylkjum, hentar þeim sem eru með mjólkuóþol og fer vel í maga. Best er að taka kalkið inn með eða eftir kvöldmat því mörgum finnst Lifestream þörungakalkið hafa þá sérstöðu að það framar öðru kalki auðveldar að festa svefn og bætir svefninn. Fæst líka í apótekum og flestum heilsubúðum.

Innihald: 100% hreinir kalkþörungar (Lithothamnium calcareum)

3 hylki (2.8g) inniheldur:

Kalk

900mg

Magnesíum

79mg

Fosfór

1.7mg

Bóron

51,9mcg

Selen

2.8mcg

Sink

6mcg

Kopar

5.6mcg

Brennisteinn

8.4mg

Joð

7,1mcg