Sorbact® græn sáralækning – Bakteríueyðandi plástur. Áhrifarík og örugg sárameðferð sem eyðir sýklum úr sári á náttúrulegan hátt án sýkladrepandi efna.
Fyrir tilstilli vatnsfælni bindast sárasýklar við yfirborð Sorbact®, verða óvirkir og hætta að fjölga sér. Virknin heldur áfram að fanga upp bakteríur þar til skipt er á umbúðum. Skaðar ekki nýjar frumur.
Sorbact® virkar á alla helstu sárasýkla m.a. MÓSA og VRE. Heldur sárinu hreinu og fyrirbyggir sýkingu. Dregur úr sársauka. Ótakmörkuð notkun á allar tegundir sára.
Plásturinn situr vel og örugglega, krumpast ekki á köntum, þolir íþróttir, leiki, sturtuböð og sund. Ofnæmisfrír vatnsheldur límflötur sem auðvelt er að fjarlægja. Plásturinn andar svo húðin soðnar ekki.
Leiðbeiningar: Fjarlægið hvítu flipana og setjið plásturinn á sárið, þrýstið þétt og fjarlægið stuðningsfilmuna ofan af plástrinum, byrjið við bláa kantinn. EKKI nota neina áburði eða feit krem á sárið, það dregur úr virkni Sorbact®.
Græni grisjuvefurinn er gerður úr acetate, mettuðu DACC, sem er fitusýru-afleiða sem myndar sterka vatnsfælnivirkni.