Sorbact® sáraumbúðir

Sorbact® sáraumbúðir “Græn sáralækning” eru áhrifarík og örugg sárameðferð sem eyðir sárasýklum og húðsvepp án hefðbundinna þekktra aukaverkanna. Sambærilega virkni er ekki að finna í öðrum þekktum sáraumbúðum. Engin bakteríudrepandi efni eru notuð,  ekkert silfur og engin efni losna úr umbúðunum.
Sorbact vinnur á öllum helstu sárasýklum : Enterococcus. Staph.aureus. E.coli. Candida albicans. Virkar einnig á VRE og MOSA

 

tamponad_hoger_5x200cm

kirurgiskt_forband_5x7,2_cm

Sorbact® er einkaleyfisverndað og var þróað í samvinnu sænskra vísindamanna og er selt til yfir 30 landa. Notað á helstu háskólasjúkrahúsum.
Rannsóknir á Sorbact birtust í “Journal of Wound Care Volym 15 nr. 04.april 2006”.
Ein af mörgum áhugaverðum niðurstöðum er að Sorbact aðferðin getur verið mikilvægur liður í að minnka þörf fyrir sýklalyfjanotkun og dregið úr uggvænlegri þróun ónæmra baktería.

 • Meðferðin byggist á náttúrulegu ferli sem líkir eftir náttúrunni og felst í; “Samverkun vatnsfælnis, þá er átt við að tvö vatnsfælin yfirborð sem festast við hvort annað í náinni snertingu í röku umhverfi.” 
 • Umbúðirnar herma hvernig örverur festast í vef. Sárasýklar eru vatnfælnir og sáraumbúðirnar einnig. Við snertingu myndast sameindakraftur sem bindur.
 • Innan 30 sekúndna hefur Sorbact náð að fanga og eytt miklum fjölda af sýkjandi bakterium, dæmi um bindivirkni; 90% af Staph.aureus!!!
 • Virkar vel  á Candida albicans sýkingar. Rannsóknir hafa sýnt yfir 85% ná góðum árangri.
 • Skaðar ekki nýmyndun frumna í sárinu sem eru mikilvægar fyrir sáragræðslu.
 • Virknin heldur áfram að fanga upp sýkla þar til skipt er á umbúðum
 • Bakteríurnar verða óvirkar í umbúðunum og hætta að fjölga sér.
 • Í Sorbact eru engin bakteríudrepandi efni. Ekkert úteitur myndast. Hentar á allar tegundir sára, sýkt og ósýkt, án tillits til uppruna.
 • Flýtir fyrir náttúrulegri sáragræðslu. Dregur úr sársauka og eyðir ólykt úr sárum
 • Sorbact®  stuðlar ekki að þróun sýklalyfja ónæmrabaktería eða ofnæmi.
 • Ótakmörkuð notkun, engar aukaverkanir. Umhverfisvænt!

Umbúðirnar eru til í mörgum stærðum:
Rakadrægar umbúðir
Grisjur
Gelgrisjur
Grisjubönd
Túffur
Sjálflímandi rakadrægar umbúðir: plástrar, skurðstofuplástrar