Sorbact® Sveppa- og bakteríueyðandi grisjuborði – Við sveppasýkingu í húð.
Klínískar rannsóknir sýna bata hjá yfir 85% þátttakenda. Meðferðin er árangursrík og örugg. Fyrir tilstilli vatnsfælni bindast sveppir (Candida albicans)og sárabakteríur við yfirborð Sorbact®, sem verða óvirkir og hætta að fjölga sér. Meðferðin hrindir af stað sáragræðsluyrir tilstilli náttúrulegrar virkni án sveppa- eða sýkladrepandi efna.
Virkar einnig á alla helstu sárasýkla, m.a. MÓSA og VRE. Dregur úr sársauka. Heldur sárinu hreinu og fyrirbyggir sýkingu. Ótakmörkuð notkun á allar
tegundir sára. Grisjuborðinn er úr mjúkum, þægilegum bómullarvef. Meðferðin er því laus við óþægindi og óþægilega klísturáferð.
Leiðbeiningar:
1. Hreinsið húðina. Klippið borðann í hentuga stærð til að þekja sýkta svæðið.
2. Leggið Sorbact® grisjuborðann beint á meðferðarsvæðið, bein snerting við sýkta svæðið er mikilvæg. EKKI nota neina áburði eða feit krem samhliða, það dregur úr virkni umbúðanna.
3. Notið húðvænan plástur til að festa sinn hvorn enda borðans. Gætið þess að plástur eða annar límfötur límist aðeins á heila og heilbrigða húð. Brjóstahaldara, íþróttatopp eða nærbuxur er einnig hægt að nota til að halda umbúðum á réttum stað.
4. Skiptið um umbúðir daglega. Haldið áfram notkun Sorbact® í 2-3 daga eftir að einkenni hverfa til að koma í veg fyrir að sýkingin taki sig upp aftur.
Græni grisjuvefurinn er gerður úr bómull, mettuðu DACC, sem er fitusýru-afleiða sem myndar sterka vatnsfælnivirkni.