Guacamole | fljótleg og bráðholl blanda

Bragðgóð blanda sem gefur langvirka mettun og vellíðan. Gott á hrökkbrauð, gróft brauð eða með salati. Virkilega bragðgóð tilbreyting á hamborgara og í staðinn fyrir hinar ýmsu sósur. Skemmtilegt og nærandi snarl með kornflögum og föstudagsbíómyndinni.

Innihald
2 avókadó
Cayenne pipar
2 meðalstórir tómatar
2 pressuð hvítlauksrif
Himalaya salt
Hálfur fínskorinn rauðlaukur
1 matskeið Lifestream Spirulina duft
Safi úr lime eftir smekk

Aðferð
Maukið avókadóið og setjið til hliðar. Maukið restina saman í blandara þar til mjúkt. Hrærið öllu saman.

Best er að borða þetta ferskt, en blandan geymist einnig vel í ísskáp í 1-2 daga ef lime er kreist út í (sítrusinn gefur avókadóinu betra geymsluþol).

Verði ykkur að góðu 🙂